Erlent

Öflugasta eldgos í áratugi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nokkur hundruð eru talin hafa særst í eldgosinu.
Nokkur hundruð eru talin hafa særst í eldgosinu. Vísir/getty
Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. Jafnframt er talið að nokkur hundruð hafi særst í gosinu, sem er það öflugasta í landinu frá árinu 1974.

Úr eldfjallinu, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Gvatemalaborg, hefur runnið mikill hraunelfur sem lagt hefur íbúðarhús í rúst. Hinir látnu eru flestir sagðir hafa verið sofandi í húsum sínum þegar hraunleðjuna bar að garði.

Búið er að loka stærsta flugvelli landsins og segir forseti landsins, Jimmy Moraels, að búið sé að virkja neyðaráætlun vegna gossins. Í þremur héröðum landsins sé um hreint neyðarástand að ræða.

Meðal hinna látnu eru fjöldi barna. Á myndböndum frá vettvangi má sjá lík fljóta ofan á brennandi hrauninu og björgunarsveitir koma fólki, útötuðu í ösku, til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×