Innlent

Ræða velferðarmálin í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag.
Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. vísir/JOIK
Stjórnmálaflokkarnir eru mættir aftur til fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til þess að eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg.

Í samtali við fréttastofu segir Líf Magneudóttir að velferðarmálin séu á dagskrá í dag. Að sögn Lífar miða viðræðurnar vel áfram.

Samfylking, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar, sem eiga í viðræðum, gerðu hlé á vinnunni um helgina. Viðræður hafa staðið yfir síðan á fimmtudag og hafa flokkarnir fundað bæði í Marshall-húsinu á hafnarsvæðinu í Reykjavík og í Fjölbrautaskólanum.

Oddvitar flokkana sem eiga í viðræðum hafa sagt að málefnin séu í algjörum forgangi og að það verði ekki fyrr en flokkarnir nái saman um þau sem samið verður um það hver verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur.

Það liggur í augum uppi að borgarfulltrúarnir vilja gefa sér næði til þess að ræða málin því þessi miði blasir við fréttamönnum sem bíða spenntir eftir nýjustu upplýsingum og vendingum.

Viðreisn ákvað seinnipartinn á miðvikudag að ganga til formlegra viðræðna um myndun nýs meirihluta í borginni með fráfrandi meirihlutaflokkum, Samfylkingu, Pirötum og Vinstri grænum.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×