Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys á Kjalar­nesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Kjalarnesi við Saltvík á áttunda tímanum í kvöld.

Mikill fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins en alls voru tíu manns í bílunum tveimur sem lentu í slysinu. Voru þeir allir fluttir á slysadeild í Reykjavík með mismikil meiðsli samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi. Björgunarsveitir og slökkviliðsmenn eru enn við vinnu á vettvangi. 

Vesturlandsvegi var lokað við Þingvallaafleggjara og að Hvalfjarðarvegi vegna slyssins en hann var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 22. 

Fréttamönnum, ljósmyndurum og tökumönnum hefur ekki verið hleypt á vettvang slyssins vegna þess hversu alvarlegt það er en myndin er tekin við hringtorgið við Þingvallaafleggjara.vísir/jóhann k.
Tilkynning barst vegna slyssins klukkan 20:05 frá lögreglunni:

Kl. 19:23 barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Vesturlandsvegi skammt frá Enni á Kjalarnesi. Vesturlandsvegurinn er lokaður frá Þingvallavegi og að Hvalfjarðarvegi. Hjáleið er um Kjósarskarðsveg.

Viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn.

Búist er við að vegurinn verði lokaður í nokkurn tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með málið en þess er óskað að fjölmiðlar hringi ekki í þá fyrst um sinn því þeir eru uppteknir.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem einn af sjúkrabílunum sem sendir voru á vettvang ekur á forgangi inn til Reykjavíkur en sex sjúkrabílar sem sendir voru á vettvang hafa ekið á forgangi inn til Reykjavíkur með slasaða. 

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem lögreglumenn á mótorhjólum fara til aðstoðar á vettvangi núna á níunda tímanum. 

Frá vettvangi á Vesturlandsvegi. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.vísir/jóhann k.
Vinna er enn í gangi á vettvangi slyssins. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.vísir/jóhann k.
Fréttin var uppfærð klukkan 21:54.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×