Lífið

Gauti og fé­lagar í dans­kennslu hjá suður-amerískum gjörninga­lista­hóp

Sylvía Hall skrifar
Strákarnir létu reyna á þolmörk þægindahringsins í danskennslunni.
Strákarnir létu reyna á þolmörk þægindahringsins í danskennslunni. Vísir
Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í vikunni en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. Hér fyrir neðan má sjá fimmta þáttinn.

Í þetta skiptið var förinni heitið til Vopnafjarðar eftir vel heppnaða tónleika á Egilsstöðum. Þar fengu Gauti og félagar að kynnast sveitalífinu og heimsóttu meðal annars ættingja Björns Vals, plötusnúðar hópsins. „Ég lærði meira að segja að hænur verpa eggjum næstum því á hverjum degi og það í kassa. Sem er magnað.“ segir Gauti.

Þegar komið var á áfangastað frétti hópurinn að árshátíð HB Granda færi fram í Reykjavík þetta sama kvöld og því leit út fyrir að ansi fámennt yrði á tónleikunum:

„Það fyrsta sem við fréttum var að það væri árshátíð HB Granda í Reykjavík og bókstaflega allir á Vopnafirði vinna þar. Svo það var bókstaflega enginn í bænum. Síðan mættum við á tónleikastaðinn og þá var húsið læst, hljóðmaðurinn hvergi sjáanlegur og mannlausar götur.“

Spá hópsins reyndist röng, en góð mæting og mikið stuð var á tónleikum þeirra á Vopnafirði. „Við vorum búnir að undirbúa okkur undir að spila fyrir sjálfa okkur en síðan mætti bara fullt af fólki. Vopnafjörður var virkilega vinalegur.“ segir Gauti.

Á morgun mun Gauti spila á Húsavík, en hér að neðan má sjá fjórða þáttinn í þáttaröð Gauta þar sem má meðal annars sjá hópinn fara í danskennslu hjá suður-amerískum gjörningalistamönnum:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×