Innlent

18 stig á Norðausturlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vopnfirðingar verða eflaust léttklæddir í dag.
Vopnfirðingar verða eflaust léttklæddir í dag. Vísir

Hæðarsvæði sem nú færist austur yfir landið mun að sögn Veðurstofunnar stjórna veðrinu í dag og á morgun.

Gera má ráð fyrir hægri breytilegri átt í fyrstu en á morgun, þegar að hæðin er komin yfir Færeyjar, mun snúast í hæga suðvestlæga átt.

Jafnframt verður loftið hlýtt og rakt og kann því að vera skýjað víða á landinu. Veðurstofan segir að það eigi ekki síst við um Suður- og Vesturland þar sem búast má við því að hitinn verði á bilinu 8 til 13 stig. Það verður þó ívið hlýrra á Norðausturlandi þar sem sólin mun skína nokkuð óáreitt. Þar er búist við allt að 18 stiga hita í dag og kann hann að fara upp í 20 stig á morgun.

Þegar kólnar svo í kvöld munu þokubakkar myndast aftur, einkum við sjávarsíðuna um norðanvert landið.

Veðurhorfur á landinu í dag

Á miðvikudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en sums staðar þokuloft með ströndinni. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. 

Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum um landið vestanvert og súld á stöku stað. Hiti 8 til 12 stig. Bjart að mestu austantil á landinu og hiti að 20 stigum. 

Á föstudag:
Suðvestan 3-10 og skýjað og þurrt vestanlands en víða bjartvirði austantil. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast um landið norðaustanvert. 

Á laugardag:
Sunnan 5-13 og rigning með köflum en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 8 til 13 stig að deginum en 13 til 18 fyrir norðan. 

Á sunnudag:
Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað og smásúld eða þokuloft, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast austast. 

Á mánudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast á Suðausturlandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.