Enski boltinn

Manchester United kaupir Fred á 52 milljónir punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fred.
Fred. Vísir/Getty
Manchester United hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi um að kaupa Fred frá úkraínska félaginu Shakhtar Donetsk.

Samkvæmt heimildum BBC þá borgar Manchester United 52 milljónir punda fyrir brasilíska landsliðsmanninn eða 7,4 milljarða íslenskra króna.





Fred verður fyrsti leikmaður sem Jose Mourinho kaupir í sumarglugganum. Hann hefur verið orðaður við Manchester liðið í langan tíma þannig að þetta kemur ekki á óvart.







BBC hefur einnig heimildir fyrir því að United sé nálægt því að kaupa hinn 19 ára gamla varnarmann Diogo Dalot frá Porto. Það er hægt að kaupa upp samning hans við portúgalska félagið fyrir 17,4 milljónir punda.

Fred er á leiðinni á HM í Rússlandi með brasilíska landsliðinu en liðið var í Englandi um helgina og Fred fór í læknisskoðun í gær.





Fred hefur spilað í fimm ár í Úkraínu og vann á þeim tíma þrjá meistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla.  

Shakhtar komst í úrsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili en Fred spilaði með Shakhtar í sigri á Manchester United og Napoli auk þess að skora á móti Roma í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×