Enski boltinn

Klopp endurheimti einn úr þjálfaraliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pepijn Lijnders, á miðri mynd, og Klopp til hægri.
Pepijn Lijnders, á miðri mynd, og Klopp til hægri. vísir/getty

Liverpool hefur staðfest það að þjálfarinn Pepijn Lijnders er kominn til baka til félagsins eftir að hafa verið í hálft ár í Hollandi.

Lijnders fór frá Anfield í janúar til þess að taka við NEC Nijmegen en nú er tímabilinu lokið í Hollandi og stýr hann aftur í þjálfaralið Jurgen Klopp.

Fréttastofa Sky Sports hefur heimildir fyrir því að endurkoma Lijnders muni ekki hafa nein áhrif hvort að Zeljko Buvac snúi aftur eða ekki.

Buvac yfirgaf Liverpool í apríl, á mikilvægum tímapunkti, en hann fór frá félaginu vegna persónulegra ástæðna. Óvíst er hvort að hann snúi aftur á Anfield en hann er talinn einn af máttarstólpunum í þjálfaraliði Klopp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.