Enski boltinn

Klopp endurheimti einn úr þjálfaraliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pepijn Lijnders, á miðri mynd, og Klopp til hægri.
Pepijn Lijnders, á miðri mynd, og Klopp til hægri. vísir/getty
Liverpool hefur staðfest það að þjálfarinn Pepijn Lijnders er kominn til baka til félagsins eftir að hafa verið í hálft ár í Hollandi.

Lijnders fór frá Anfield í janúar til þess að taka við NEC Nijmegen en nú er tímabilinu lokið í Hollandi og stýr hann aftur í þjálfaralið Jurgen Klopp.

Fréttastofa Sky Sports hefur heimildir fyrir því að endurkoma Lijnders muni ekki hafa nein áhrif hvort að Zeljko Buvac snúi aftur eða ekki.

Buvac yfirgaf Liverpool í apríl, á mikilvægum tímapunkti, en hann fór frá félaginu vegna persónulegra ástæðna. Óvíst er hvort að hann snúi aftur á Anfield en hann er talinn einn af máttarstólpunum í þjálfaraliði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×