Enski boltinn

Eiður Smári: Pep og Mourinho eru ekki svo ólíkir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stjórarnir eru miklir keppnismenn.
Stjórarnir eru miklir keppnismenn. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen náði því á sínum magnaða ferli að leika bæði undir stjórn Jose Mourinho og Pep Guardiola sem í dag stýra Manchesterliðunum á Englandi.

Það er ekkert sérstaklega hlýtt á milli stjóranna en Eiður segir að þeir eigi ýmislegt sameiginlegt.

„Þeir eru ekkert svo ólíkir. Ekki samt í því hvernig þeir vinna heldur hversu gott auga þeir eru með fyrir smáatriðum,“ sagði Eiður Smári.

„Guardiola leitaði alltaf að lausnum að því hvernig ætti að sækja á önnur lið og halda boltanum sem lengst. Hann er með þráhyggju fyrir því að halda boltanum. Jose er til í að gera allt til þess að vinna. Honum er alveg sama þó liðið spili illa á meðan það vinnur. Það snýst allt um að vinna.

„Þeir eru báðir frábærir stjórar en Jose er aðeins meiri karakter. Guardiola er samt með þráhyggju fyrir því að liðið spili þann fótbolta sem hann vill.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×