Innlent

Veðurstofa varar við hafís

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hafís við Suðurskautslandið.
Hafís við Suðurskautslandið. Vísir/getty

Vakthafandi veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands vara við hafís sem nú er um 14 sjómílur norður af Kögri, nyrst á Vestfjarðakjálkanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Þá virðist eins vera ísdreif um 8 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Stöku borgarís er jafnframt á svæðinu og mikið um gisinn ís og töluverða bráðnun.

Gert er ráð fyrir að ísinn færist nær landi eftir viðvarandi suðvestanátt á Grænlandssundi að undanförnu. Búast má við að ísinn haldi áfram að færast inn til lands fram á laugardag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.