Innlent

Veðurstofa varar við hafís

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hafís við Suðurskautslandið.
Hafís við Suðurskautslandið. Vísir/getty
Vakthafandi veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands vara við hafís sem nú er um 14 sjómílur norður af Kögri, nyrst á Vestfjarðakjálkanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Þá virðist eins vera ísdreif um 8 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Stöku borgarís er jafnframt á svæðinu og mikið um gisinn ís og töluverða bráðnun.

Gert er ráð fyrir að ísinn færist nær landi eftir viðvarandi suðvestanátt á Grænlandssundi að undanförnu. Búast má við að ísinn haldi áfram að færast inn til lands fram á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×