Enski boltinn

Evans á leið til Leicester fyrir smáaura

Anton Ingi Leifsson skrifar
Evans er á leið til Leicester.
Evans er á leið til Leicester. vísir/getty
Jonny Evans, varnarmaður WBA, hefur komist að samkomulagi við Leicester um að ganga í raðir liðsins í sumar samkvæmt heimildum Sky Sports.

WBA féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili og var Evans með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi yfirgefa WBA fyrir ákveðna upphæð falli WBA niður í B-deildina.

Talið er að Leicester borgi rúmlega þrjár milljónir punda sem er ekki mikið fyrir þennan öfluga varnarmann sem var meðal annars orðaður við Arsenal og Man. City í janúar-glugganum.

Evans er 30 ára gamall Norður-Íri sem hefur spilað 70 leiki fyrir landslið sitt. Hann kom til WBA frá Man. Utd sumarið 2015 en er annar leikmaðurinn sem Leicester fær í sumar.

Fyrr hafði liðið gengið frá samningi við Ricardo Pereira sem kemur í raðir Leiecester frá Porto. Leicester endaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×