Viðskipti innlent

Davíð nýr í stjórn Haga

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Nýr stjórnarmaður sest í stjórn Haga.
Nýr stjórnarmaður sest í stjórn Haga. Vísir
Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor, var kjörinn nýr í stjórn Haga á aðalfundi félagsins í gær. Hann tekur sæti Salvarar Nordal sem sagði sig úr stjórninni í september síðastliðnum í kjölfar þess að hún tók við embætti umboðsmanns barna. Á fundinum var samþykkt að stjórnarlaun hækki um 10 prósent.

Aðrir í stjórn félagsins voru endurkjörnir. Hvorki Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík né Tryggvi Guðbjörn Benediktsson, stjórnarmaður í Bílabúð Benna, hlutu brautargengi.

Fyrir í stjórn Haga voru Erna Gísladóttir, forstjóri BL, Kristín Friðgeirsdóttir, kennari við London Business School, Sigurður Arnar Sigurðsson ráðgjafi og Stefán Árni Auðólfsson, héraðsdómslögmaður og stjórnarmaður í Símanum.




Tengdar fréttir

Viðsnúningur hjá Högum

Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs.

Hækka verðmat sitt á Högum

Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent.

Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá íslenska ríkinu

Hluti af þeim 157 milljónum króna, auk dráttarvaxta, sem ríkið var í nóvember í fyrra dæmt til þess að endurgreiða Högum vegna ólögmætrar gjaldtöku þess af innfluttum landbúnaðarvörum var tekjufærður á síðasta rekstrarfjórðungi smásölurisans sem lauk í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×