Viðskipti innlent

Davíð nýr í stjórn Haga

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Nýr stjórnarmaður sest í stjórn Haga.
Nýr stjórnarmaður sest í stjórn Haga. Vísir

Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor, var kjörinn nýr í stjórn Haga á aðalfundi félagsins í gær. Hann tekur sæti Salvarar Nordal sem sagði sig úr stjórninni í september síðastliðnum í kjölfar þess að hún tók við embætti umboðsmanns barna. Á fundinum var samþykkt að stjórnarlaun hækki um 10 prósent.

Aðrir í stjórn félagsins voru endurkjörnir. Hvorki Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík né Tryggvi Guðbjörn Benediktsson, stjórnarmaður í Bílabúð Benna, hlutu brautargengi.

Fyrir í stjórn Haga voru Erna Gísladóttir, forstjóri BL, Kristín Friðgeirsdóttir, kennari við London Business School, Sigurður Arnar Sigurðsson ráðgjafi og Stefán Árni Auðólfsson, héraðsdómslögmaður og stjórnarmaður í Símanum.


Tengdar fréttir

Hækka verðmat sitt á Högum

Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent.

Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá íslenska ríkinu

Hluti af þeim 157 milljónum króna, auk dráttarvaxta, sem ríkið var í nóvember í fyrra dæmt til þess að endurgreiða Högum vegna ólögmætrar gjaldtöku þess af innfluttum landbúnaðarvörum var tekjufærður á síðasta rekstrarfjórðungi smásölurisans sem lauk í febrúar.

Viðsnúningur hjá Högum

Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
7
34.050
EIK
0,59
9
130.040
HAGA
0,42
2
24.960
ICEAIR
0,41
33
133.550
MARL
0,4
9
103.662

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,15
7
62.376
SKEL
-1,06
2
12.446
ARION
-0,75
4
31.935
FESTI
-0,4
2
61.625
ORIGO
0
4
4.614
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.