Erlent

Nær dauða en lífi eftir bit dauðs skröltorms

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skröltormar geta bitið frá sér löngu eftir að afhöfðun.
Skröltormar geta bitið frá sér löngu eftir að afhöfðun.
Sprauta þurfti 26 skömmtum af mótefni í Texasbúa eftir að hann var bitinn af höfði skröltorms í liðinni viku.

Eiginkona mannsins segir í samtali við fjölmiðla ytra að hann hafi verið að brasa í garði þeirra hjóna þegar hann kom auga á dýrið, sem sagt er hafa verið rúmur metri að lengd.

Maðurinn gerði sér lítið fyrir og afhöfðaði skröltorminn. Engu að síður tókst höfði dýrsins að glefsa til mannsins - eftir að búið var að fjarlægja það af skrokknum. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að það sé ekki óalgengt að skröltormar býi frá sér að dýrið hefur verið afhöfðað.

Skömmu eftir bitið á maðurinn að hafa fengið alvarleg krampaköst og var hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Þar hefur hann dvalið í meira en viku og fengið á þriðja tug skammta af mótefni sem fyrr segir. Ástand hans er sagt vera stöðugt en að nýru mannsins séu illa leikin eftir eitrunina.

Haft er eftir eitrunarsérfræðingi að það sé ekki ráðlagt að afhöfða eitruð dýr með þessum hætti. Ekki aðeins sé það ómannúðlegt heldur kunna báðir hlutar dýrsins að vera eitraðir eftir afhöfðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×