Innlent

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta á Ísafirði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa náð saman um málefni bæjarins og hafa ákveðið að starfa saman í meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á komandi kjörtímabili.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa náð saman um málefni bæjarins og hafa ákveðið að starfa saman í meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á komandi kjörtímabili. Framsóknarflokkur/ Sjálfstæðisflokkur
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa náð saman um málefni bæjarins og hafa ákveðið að starfa saman í meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á komandi kjörtímabili.

Málefnasamningur flokkanna verður lagður fyrir stjórnir félaganna í vikunni til samþykktar. Fulltrúar flokkanna stefna síðan að því að boða til fyrsta bæjarstjórnarfundar 12. júní næstkomandi þar sem kosið verður í nefndir bæjarins.

Framsóknarflokkurinn, með Marzellíus Sveinbjörnsson, í broddi fylkingar hlaut 22,4% atkvæða í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum og fékk 2 menn kjörna til bæjarstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn, með Daníel Jakobsson í broddi fylkingar, er næst stærstur með 34,6% atkvæða og þrjá menn kjörna. 

Að því er fram kemur í tilkynningu frá flokkunum tveimur segir að sú nýbreytni verði viðhöfð að minnihlutanum, í þessu tilviki Í -listanum, verður boðin formennska í nefndum. Í-listinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn á Ísafirði með 43% fylgi og fjóra menn kjörna. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa ákveðið að auglýsa eftir bæjarstjóra á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×