Viðskipti innlent

Elín stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar fyrst kvenna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Elín M. Stefánsdóttir er fyrsta konan til að gegna stjórnarformennsku í Mjólkursamsölunni.
Elín M. Stefánsdóttir er fyrsta konan til að gegna stjórnarformennsku í Mjólkursamsölunni. Mynd/Mjólkursamsalan

Elín M. Stefánsdóttir bóndi í Fellshlíð hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Mjólkursamsölunni og verður jafnframt fyrsta konan til þess að gegna hlutverki stjórnarformanns hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni.

Elín hefur setið í stjórn Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar slíðastliðin 6 ár. Hún og eiginmaður hennar Ævar Hreinsson búa að Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit og hafa verið bændur þar síðan 2002. Þau eiga 4 börn.

Elín segir að hún hafi mikla ástríðu fyrir því að landbúnaður á Íslandi dafni sem best, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Ég vil sjá Mjólkursamsöluna dafna sem best í framtíðinni. Fram undan eru margar áskoranir fyrir mjólkuriðnaðinn í kringum endurskoðun á búvörusamningum, tollasamninginn við ESB, aukinn innflutning og fleiri þætti, sem geta haft veruleg áhrif á fyrirtækið sem er í eigu okkar kúabænda."

Mjólkursamsalan er í eigu Auðhumlu, samvinnufélags kúabænda (90,1%) og KS (9,9%). Mjólkursamsalan varð til við hagræðingu í mjólkuriðnaðinum og hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2007.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
1,8
8
158.611
SIMINN
0,81
6
116.074
HAGA
0,46
10
127.950
SYN
0,25
2
19.725
REGINN
0,24
5
46.506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-3,51
11
103.338
ORIGO
-2,48
5
26.396
ICEAIR
-1,61
43
300.805
VIS
-1,38
11
111.491
TM
-0,73
3
41.050
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.