Enski boltinn

Amazon keypti sýningarrétt á leikjum úr ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton. Vísir/Getty

Amazon.com hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn á tuttugu leikjum á tímabili úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta frá og með árinu 2019 en þetta eru sögulegar fréttir. Samningurinn er til þriggja ára.

Prime sjónvarpsþjónusta Amazon.com mun því bjóða áskrifendum sínum upp á leiki úr vinsælustu fótboltadeild í heimi. Þetta er sögulegt skref í Bretlandi en hingað til hafa stóru sjónvarpsstöðvarnar í Bretlandi eingöngu sýnt leiki úr ensku úrvalsdeildinni.Amazon.com keypti enn af þremur pökkum ensku úrvalsdeildarinnar sem höfðu ekki gengið út en forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar greindu frá þessu í dag.

Sky og BT hafa þegar keypt pakka og eru flestir stærstu leikirnir áfram sýndir á Sky í Bretlandi. Sky sýnir 128 leiki á tímabili en BT 52 leiki.

Sky borgaði 3,58 milljarða punda fyrir þennan sjónvarpsrétt en BT keypti sinn rétt á 90 milljón pund. Það var ekki gefið upp í tilkynningu Amazon og ensku úrvalsdeildarinnar hversu mikið Amazon mun borga fyrir sinn rétt.

Þeir sem vilja á horfa á ensku úrvalsdeildina á Prime þurfa að kaupa áskrift hjá Amazon.com en það verða þó ekki allir leikir lokaðir.

Amazon.com mun meðal annars sýna leiki í miðri viku í desember auk leikja yfir jólahátíðina og ætlar fyrirtækið að bjóða þessa leiki frítt á miðli sínum einskonar jólagjöf til knattspyrnuáhugamanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.