Innlent

Landsréttur staðfesti farbann yfir Sindra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Þór Stefánsson.
Sindri Þór Stefánsson. Vísir
Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir Sindra Þór Stefánssyni auk þess sem Sindra verður áfram gert að bera búnað til að unnt verði að fylgjast með ferðum hans.

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði Sindra í farbann í byrjun mánaðar til 29. júní næstkomandi og mun sá dómur því standa. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, krafðist þess að farbannsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi.

Sindri er grunaður um aðild að þjófnaði á 600 tölvum, metnum á um 200 milljónir króna, úr þremur gagnaverum. Sindri strauk úr fangelsinu að Sogni í apríl síðastliðnum og var handtekinn í Amsterdam fimm dögum síðar.

Annar maður, grunaður um aðild að gagnaversþjófnaðinum, var einnig úrskurðaður í farbann í dag til 29. júní.


Tengdar fréttir

Sindri áfram í farbann

Sindri Þór Stefánsson var í dag úrskurðaður í eins mánaðar farbann til viðbótar í Héraðsdómi Reykjaness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×