Enski boltinn

Fekir nálgast Liverpool sem vill klára dæmið fyrir HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fekir er á leið á HM með Frökkum.
Fekir er á leið á HM með Frökkum. vísir/getty

Franski landsliðsmaðurinn, Nabil Fekir, nálgast Liverpool segja heimildir Sky Sports. Liverpool vill kára dæmið fyrir HM.

Franski miðillinn, L'Équipe, greindi frá því í gær að Fekir væri á leiðinni í læknisskoðun hjá Liverpool en Liverpool er sagt vilja klára málið fyrir morgundaginn.

Umboðsmaður Fekir hefur greint frá því að Liverpool hefur áhuga á þessum lunkna miðjumanni Lyon en sagði að enginn samningur væri í höfn.

Fekir skoraði 21 mark á síðustu leiktíð auk þess að bæta við níu stoðsendingum í þeim 39 leikjum sem hann spilaði fyrir Lyon á síðustu leiktíð.

Fróðlegt verður að sjá hvað gerist í dag en kaupverpið er talið í kringum fimmtíu milljónir punda. Nú þegar hefur Liverpool nælt í Fabinho frá Mónakó á rúmar 43 milljónir punda og Naby Keita kemur frá RB Leipzig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.