Viðskipti innlent

Skráðu sig fyrir 30 prósenta hlut

Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Vísir/Pjetur

Fjárfestar hafa skráð sig fyrir samanlagt nærri 30 prósenta eignarhlut í Arion banka í hlutafjárútboði bankans, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Miðað við gengið í útboðinu – 0,6 til 0,7 sinnum bókfært eigið fé bankans – er söluverðmæti hlutarins 40 til 46,5 milljarðar.

Heimildir blaðsins herma að í gær hafi fjárfestar verið búnir að skrá sig fyrir hlutafé sem nemur um 30 prósentum yfir lágmarksstærð útboðsins eða samanlagt um 29,5 prósenta hlut.

Sjá einnig: Selja vart meira en um fjórðung í Arion

Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital hyggjast selja að lágmarki 22,6 prósent í útboðinu en að hámarki um 41 prósent.

Líkt og Markaðurinn greindi frá var pantanabók fyrir um fjórðungshlut í bankanum orðin full á þriðjudag. Hafa erlendir fjárfestingarsjóðir verið fyrirferðarmestir þeirra sem hafa skráð sig fyrir hlut.


Tengdar fréttir

Selja vart meira en um fjórðung í Arion

Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum.

Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion

Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.