Tónlist

Föstudagsplaylisti Prins Póló

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Svavar Pétur Eysteinsson á myndlistarsýningu sem haldin var í Gallery Port í tengslum við útgáfu nýjustu plötu hans.
Svavar Pétur Eysteinsson á myndlistarsýningu sem haldin var í Gallery Port í tengslum við útgáfu nýjustu plötu hans. Vísir/Ernir

Prins Póló lauk nýverið tónleikaferðalagi þar sem hann spilaði á 13 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar útgáfu Þriðja kryddsins, þriðju plötu sinnar.

Lokatónleikarnir voru haldnir í Havarí, gamalli fjárhlöðu sem breytt hefur verið í veitinga- og menningarhús á bæ Prinsins í Berufirði. Á sama tíma voru lokatónleikarnir upphafið á tónleikahátíð sem mun standa yfir í allt sumar í Havarí.

Prinsinn, sem heitir réttu nafni Svavar Pétur Eysteinsson, ákvað því að hafa einungis lög eftir listamennina sem koma fram í Havarí í sumar á lagalista sínum þennan föstudaginn.

Margir þjóðþekktir listamenn koma þar fram, og spilaði t.d. Emmsjé Gauti þar síðasta föstudag. Vefþátt hans um tónleikana má sjá hér, en Gauti vinnur um þessar mundir vefþættina 13/13 samhliða tónleikaferðalagi sínu um landið.


Tengdar fréttir

Mögulega dálítill vísir að költi

Fjöllistamaðurinn Prins Póló sendir frá sér sína þriðju sólóplötu sem nefnist Þriðja kryddið á morgun. Í dag heldur hann sýningu í Gallery Port sem hverfist um þema plötunnar. Svo eru það útgáfutónleikar í Iðnó á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.