Handbolti

Kvörtun Íslands bar árangur og niðurstaðan jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór og félagar mæta Litháen á ný á miðvikudag.
Arnór og félagar mæta Litháen á ný á miðvikudag. vísir/ernir

Leikur Íslands og Litháen í fyrri umspilsleiknum um laust sæti á HM 2019 endaði með jafntefli, 27-27, en ekki eins marks sigri Litháen, 28-27.

Þegar leiknum lauk endaði leikurinn með eins marks sigri Litháen, 28-27, en í einu marki Litháa sást greinilega að annar dómari leiksins dæmdi klárlega ruðning.

Sjá einnig: Unnu Litháar á marki sem átti ekki að standa?

Forráðamenn Íslands sátu yfir þessu atviki í leikslok og kvörtuðu yfir framkvæmd leiksins. Að endingu komst EHF að þeirri niðurstöðu að leikurinn endar með jafntefli, 27-27 og markið því ógilt sem Litháar skoruðu um miðbik hálfleiksins.

Síðari leikurinn er á miðvikudaginn í Laugardalshöll en sigurvegarinn úr rimmunni leikur á HM í janúar næstkomandi. Þá fer HM fram í Þýskalandi og Danmörku.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.