Erlent

Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Paul Manafort.
Paul Manafort. Vísir/Getty
Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákæruna gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitni í máli þar sem hann er ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti.

New York Times hafði áður greint frá því að von væri á ákærunni sem barst í dag. Manafort er sagður hafa reynt að hafa samband við vitni í gegnum síma, milliliði og með dulkóðaða samskiptaforritinu WhatsApp. Þá er hann einnig sagður reynt að hafa áhrif á framburð vitnanna í málinu gegn sér.

Vitnin tengjast áskökunum um að Manafort hafi skipulagt almannatengslaherferð fyrir úkraínsk stjórnvöld þar sem hann fékk evrópska fyrrverandi stjórnmálamenn til að tala máli Austur-Evrópulandsins. Manafort á að hafa reynt að hafa samband við Evrópumennina til að segja þeim að bera vitni um að þeir hafi aðeins unnið í Evrópu, ekki Bandaríkjunum eins og saksóknarar halda fram.

Þeir sem starfa fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum á einn eða annan hátt þurfa að skrá sig á lista hjá dómsmálaráðueytinu. Þá var Konstanin V. Kilimnik, rússneskur ríkisborgari og náinn samstarfmaður Manafort einnig ákærður í málinu nú á föstudag. Er hann sagður hafa tengsl við rússneskar njósnastofnanir og er hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitni, á sama hátt og Manafort.

Manafort hefur áður lýst sig saklausan af ákærum saksóknaraen hann var á meðal þeirra fyrstu semvoru ákærðir í tengslum við rannsóknMueller á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hugsanlegum tengslum við framboð Donald Trump.


Tengdar fréttir

Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar

Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram.

Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort

Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×