Handbolti

Hollenskir lærisveinar Erlings unnu fyrri leikinn gegn Svíum

Einar Sigurvinsson skrifar
Erlingur Richardsson þjálfar Hollenska landsliðið.
Erlingur Richardsson þjálfar Hollenska landsliðið. vísir/getty

Holland hafði betur gegn Svíþjóð þegar liðin mættust í undankeppni Heimsmeistaramótsins í handbolta sem fram í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári. Leikurinn fór fram í Hollandi og lauk með eins marks sigri Hollendinga, 25-24. Þjálfari hollenska landsliðsins er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson en Kristján Andrés­son þjálf­ar Svíþjóð.

Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda. Svíar byrjuðu betur en náðu þó aldrei meira en eins marks forustu.

Í stöðunni 5-4 komust Hollendingar yfir í fyrsta skiptið í leiknum og hélt liðið forskotinu allt til enda. Mest náði Holland þriggja marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks 10-7.

Svíar komust þá betur inn í leikinn og aðeins munaði einu marki í liðunum í lok fyrri hálfleiks, en staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Holland.

Hollendingar gerðu það sem þurfti til í síðari hálfleiknum og komust Svíar aldrei yfir og að lokum unnu heimamenn eins marks sigur, 25-24.

Næsti leikur liðanna fer fram í Svíþjóð á miðvikudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.