Íslenski boltinn

Annar sigur Leiknis og dramatík fyrir norðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar skoraði jöfnunarmark HK.
Brynjar skoraði jöfnunarmark HK. vísir/eyþór

Leiknir Reykjavík vann sinn annan sigur í Inkasso-deild karla er liðið vann 3-1 sigur á Magna í dag. Þór og HK skildu svo jöfn fyrir norðan, 2-2.

Leiknir spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Liðið var 3-0 yfir í hálfleik eftir að Sólon Breki Leifsson skoraði tvö fyrstu mörkin og strákurinn ungi, Sævar Atli Magnússon, bætti við því þriðja.

Magnamenn náðu aðeins að klóra í bakkann í síðari hálfleik. Agnar Darri Sverrisson minnkaði muninn á 55. mínútu en nær komust þeir ekki og lokatölur 3-1.

Leiknir er í tíunda sæti með sex stig en Magni er á botninum með þrjú stig. Liðið hefur unnið einn leik af fyrstu sex leikjum sínum í Inkasso.

Fyrir norðan var fjörugur leikur. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir af vítapunktinum eftir stundarfjórðung en Alvaro Montejo Calleja jafnaði fyrir hlé.

Jónas Björgvin Sigurbergsson kom svo Þór yfir á 75. mínútu en sex mínútum síðar jafnaði Brynjar Jónasson. Áður en yfir lauk klúðraði Ármann Pétur Ævarsson víti og Sveinn Elías Jónsson fékk rautt.

Lokatölur þó 2-2. HK er með fjórtán stig í öðru sætinu en í þriðja sætinu eru Þórsarar með ellefu stig. Skagamenn eru efstir með sextán.

Markaskorarar og úrslit eru fengin frá fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.