Handbolti

Sagosen sá um Sviss og Króatía burstaði Svartfjallaland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sagosen í leik með Noregi á dögunum.
Sagosen í leik með Noregi á dögunum. vísir/getty

Sander Sagosen fór á kostum er Norðmenn unna sex marka sigur, 32-26, á Sviss í fyrri umsspilsleik liðanna um laust sæti á HM.

Norðmenn voru með tögl og haldir á leiknum nær allan leikinn. Þeir leiddu með átta mörkum í hálfleik en slökuðu aðeins á klónni í síðari hálfleik og unnu að lokum með sex mörk.

Sander Sagosen var magnaður í liði Norðmanna. Hann skoraði tíu mörk en næstur komu þeir Kristian Björnsen og Kent Robin Tönnesen með fimm mörk. Hvor.

Hjá Sviss voru þeir Maximilian Gerbi og Andre Schmid markahæstir með sex mörk hvor en liðin mætast aftur á þriðjudaginn. Þá verður leikið í Sviss.

Króatar rúlluðu yfir Svartfjallaland, 32-19, í fyrri leik liðanna í Króatíu. Staðan í hálfleik var 17-10 og gáfu heimamenn ekkert eftir í síðari hálfleik. Síðari leikurinn í þessari rimmu fer einnig fram á þriðjudag.

Ungverjar unnu svo fimm marka sigur á Slóveníu í Slóveníu 29-24. Ungverjar því með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn á heimavelli en barist er um laust sæti á HM í janúar á næsta ári.

Spilað verður í Danmörku og Þýskalandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.