Viðskipti innlent

LBI greiðir 2,1 milljarð króna til ríkisins

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Eignarhaldsfélagið heldur utan um eignir gamla Landsbankans.
Eignarhaldsfélagið heldur utan um eignir gamla Landsbankans. Vísir/pjetur
Eignarhaldsfélagið LBI, sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, hefur gengið frá greiðslu upp á 2,1 milljarð króna til ríkisins. Um er að ræða fjármuni sem Hæstiréttur Íslands dæmdi útgerðarfélagið Brim til þess að greiða eignarhaldsfélaginu haustið 2016. Umræddir fjármunir voru nýverið inntir af hendi til Seðlabanka Íslands sem viðbótarstöðugleikaframlag.

LBI samdi við Seðlabankann í mars í fyrra um að greiðslan yrði ekki innt af hendi til bankans fyrr en niðurstaða lægi fyrir í málaferlum Brims gegn eignarhaldsfélaginu. Fram kemur í fjórðungsuppgjöri LBI að samkomulag hafi nýlega náðst á milli Brims og Seðlabankans og í kjölfarið hafi eignarhaldsfélagið gengið frá umræddri greiðslu.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu haustið 2015 að Brim bæri að greiða LBI um 760 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru í kringum fall bankanna 2008. Hæstiréttur staðfesti dóminn í október 2016.




Tengdar fréttir

Fallið frá málaferlum gegn LBI

Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar króna verði greiddir til eignarhaldsfélagsins LBI í næsta mánuði eftir að fallið var frá málaferlum í deilu félagsins og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford fyrr í mánuðinum.

LBI vann ellefu dómsmál

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í síðustu viku öllum kröfum fyrrverandi eigenda hlutdeildarskírteina í peningamarkssjóðum Landsvaka í ellefu prófmálum sem höfðuð voru á hendur eignarhaldsfélaginu LBI.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×