Erlent

Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Vísir/epa
Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. Ef frumvarpið verður samþykkt yrði til að mynda ólöglegt að prenta upplýsingabæklinga fyrir flóttamenn, gefa þeim mat eða sjá þeim fyrir lögfræðiaðstoð.

Samkvæmt ungverska dagblaðinu Magyar Hirlap mun refsingin við brotum á löggjöfinni verða allt frá nokkurra daga fangelsisvist að ársfangelsi.

Frumvarpið er enn einn þátturinn í andstöðu Orbans við stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttafólks. Ungverjar hafa stillt sér upp með Pólverjum, Tékkum og Slóvökum gegn meirihluta ESB.

Atkvæðagreiðsla verður um löggjöfina í næstu viku en Fidesz, flokkur Orbans, er með tvö af hverjum þremur þingsætum. Þykir því öruggt að frumvarpið verði samþykkt.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×