Innlent

Þurrt og hlýtt í næstu viku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun líklega sjást til sólar á vestanverðu landinu á næstunni.
Það mun líklega sjást til sólar á vestanverðu landinu á næstunni. VÍSIR/EYÞÓR

Samkvæmt spákortum Veðurstofunnar mun snúast í frekar hæga suðvestlæga átt með morgninum. Því mun fylgja einhver væta vestantil á landinu en þó mun stytta að mestu upp um hádegi. Norðaustanlands verður áfram hlýjast eða upp í 20 stig, jafnvel allt að 22 stigum.

Fram yfir helgi er útlit fyrir mildar vestlægar áttir og frekar úrkomulítið veður um landið vestanvert, en þurrt og bjart með köflum fyrir austan. Á föstudag og laugardag bætir í vindinn, en á sjómannadaginn lægir aftur ef spár ganga eftir.

Þá má jafnvel gera ráð fyrir því að það muni heldur hlýna í veðri þegar fram er komið í næstu viku. Þá gæti jafnvel verið nokkuð þurrt á landinu, sem Reykvíkingar munu eflaust taka fagnandi eftir vætusamasta maímánuð frá því að mælingar hófust.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vestlæg átt 3-10 m/s, skýjað V-lands og sums staðar súld við ströndina, en skýjað með köflum annars staðar. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til.

Á föstudag:
Vestlæg átt, 5-15 m/s, hvassast NV-lands og yfirleitt skýjað, en bjart á köflum um landið austanvert. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Suðvestlæg átt, sums staðar allhvöss eða hvöss og dálítil væta V-lands, en bjart með köflum A-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á austanverðu landinu.

Á sunnudag (sjómannadagurinn):
Vestlæg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið um landið V-vert, en víða bjart A-til. Hiti svipaður.

Á mánudag og þriðjudag:
Hæg breytileg átt, þurrt og hlýnar heldur í veðri.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.