Körfubolti

Fyrrum þjálfari Curry kennir á þjálfaranámskeiði KKÍ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry og Bob á góðri stund.
Curry og Bob á góðri stund. vísir/getty
Um helgina fer fram þjálfaranámskeið á vegum KKÍ og FIBA Europe sem haldið er á Ásvöllum í Hafnarfirði. Aðalfyrirlesarinn er ekki af verri endanum.

Þetta er þriðja stig KKÍ þjálfaranámskeiðanna en um helgina verður aðalfyrirlesarinn enginn annar en Bob McKillop. Hann er þjálfari karlaliðs Davidson háskólans í Norður-Karólínu.

Bob hefur þjálfað háskólann í sautján ár og meðal þeirra sem hann hefur þjálfað er Stephen Curry, einn besti leikmaður NBA-deildarinnar, en Curry er nú í Golden State sem er komið í úrslit NBA-deildarinnar.

Einn Íslendingur er nú hjá Bob í Davidson-háskólanum en Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson leikur nú með liðinu. Hann þykir hafa spilað ansi vel fyrir Davidson.

Þeir komust alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið, March Madness, en duttu út fyrir frábæru liði Kentucky þar sem Jón Axel átti frábæran leik fyrir Davidson.

Friðrik Ingi Rúnarsson og Borce Illievski flytja einnig erindi á námskeiðinu en meira má lesa um það hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×