Handbolti

Hákon Daði snýr heim til Eyja

Hákon Daði við undirskriftina í kvöld
Hákon Daði við undirskriftina í kvöld mynd/íbv
Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur.

Hákon skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV en hann fór frá Vestmannaeyjum í janúar 2016 þegar hann gekk til liðs við Hauka. Hann tilkynnti um það fyrr í vikunni að hann ætlaði að yfirgefa Hauka.

Hákon Daði skoraði 137 mörk í 22 leikjum í deildarkeppninni með Haukum í vetur. Í fimm leikjum í úrslitakeppninni, þar sem Haukar duttu út fyrir verðandi Íslandsmeisturum ÍBV, skoraði Hákon 21 mark.

Fyrr í dag tilkynnti ÍBV um að Grétar Þór Eyþórsson og Friðrik Hólm Jónsson hefðu framlengt samninga sína við ÍBV en þeir spila einnig í vinstra horninu, líkt og Hákon.

ÍBV vann alla titla sem hægt er að vinna á Íslandi í vetur, liðið varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari ásamt því að fara í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu.




Tengdar fréttir

Hákon Daði hættur hjá Haukum

Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×