Golf

Ólafía Þórunn náði að æfa hálfan hring

Þorsteinn Hallgrímsson skrifar
Ólafía og kylfusveinn hennar Ragnar Már Garðarsson á æfingahringnum í dag
Ólafía og kylfusveinn hennar Ragnar Már Garðarsson á æfingahringnum í dag vísir/friðrik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék brautir 10 – 18 á Shoal Creek vellinum í Alabama nú í kvöld en US Womens Open mótið hefst á vellinum í fyrramálið.

Völlurinn er gríðarlega krefjandi og spilast hann langur þar sem kylfingar fá ekkert rúll á boltann í teighöggum. Það er ekki annað að sjá á leik Ólafíu Þórunnar en að hún sé tilbúin fyrir mótið.

Hún hefur leik á fyrsta hring klukkan 12:42 að staðartíma á morgun, 17:42 á íslenskum tíma, á 10 teig.

Fylgst verður með gangi mála hjá Ólafíu á Vísi með beinni textalýsingu og einnig sendum við myndir sem sýndar verða á Golfstöðinni þar sem mótið verður í beinni útsendingu. Útsendingin hefst klukkan 19:00.

Ólafía og Cheyenne Woods æfa púttin sín vísir/friðrik


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.