Innlent

Búið að skrúfa fyrir lægðaganginn í bili

Birgir Olgeirsson skrifar
Í dag er spáð vestlægri átt, golu eða kalda, en hæg breytileg átt og síðar hafgola austan til á landinu.
Í dag er spáð vestlægri átt, golu eða kalda, en hæg breytileg átt og síðar hafgola austan til á landinu. vísir/sigtryggur ari

Hæð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu á Íslandi fram yfir helgi. Veðurstofa Íslands segir að búið sé að skrúfa fyrir lægðaganginn í bili sem hefur strítt íbúinn suðvestanlands undanfarnar vikur.

Í dag er spáð vestlægri átt, golu eða kalda, en hæg breytileg átt og síðar hafgola austan til á landinu. Bjart verður með köflum, en allvíða þokuloft í nótt. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum austanlands.

Svipað veður á morgun, en á laugardag er útlit fyrir aðeins meiri vind og smávætu á Vesturlandi, en bjart og hlýtt veður eystra.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:

Vestan 5-10 m/s V-til á landinu, annars hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með köflum og hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA- og A-lands.

Á laugardag:
Suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Skýjað og dálítil súld V-lands, en bjart veður eystra. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast fyrir austan.

Á sunnudag (sjómannadagurinn):
Vestlæg átt, léttskýjað og hlýtt á SA- og A-landi. Skýjað annars staðar og dálítil væta NV-til.

Á mánudag:
Suðlæg átt og skýjað með köflum, hiti 10 til 18 stig.

Á þriðjudag:
Suðaustanátt og skýjað, en léttskýjað N-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á miðvikudag:
Suðaustanátt og rigning, en þurrt NA-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.