Innlent

Búið að skrúfa fyrir lægðaganginn í bili

Birgir Olgeirsson skrifar
Í dag er spáð vestlægri átt, golu eða kalda, en hæg breytileg átt og síðar hafgola austan til á landinu.
Í dag er spáð vestlægri átt, golu eða kalda, en hæg breytileg átt og síðar hafgola austan til á landinu. vísir/sigtryggur ari
Hæð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu á Íslandi fram yfir helgi. Veðurstofa Íslands segir að búið sé að skrúfa fyrir lægðaganginn í bili sem hefur strítt íbúinn suðvestanlands undanfarnar vikur.

Í dag er spáð vestlægri átt, golu eða kalda, en hæg breytileg átt og síðar hafgola austan til á landinu. Bjart verður með köflum, en allvíða þokuloft í nótt. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum austanlands.

Svipað veður á morgun, en á laugardag er útlit fyrir aðeins meiri vind og smávætu á Vesturlandi, en bjart og hlýtt veður eystra.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:


Vestan 5-10 m/s V-til á landinu, annars hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með köflum og hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA- og A-lands.

Á laugardag:

Suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Skýjað og dálítil súld V-lands, en bjart veður eystra. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast fyrir austan.

Á sunnudag (sjómannadagurinn):

Vestlæg átt, léttskýjað og hlýtt á SA- og A-landi. Skýjað annars staðar og dálítil væta NV-til.

Á mánudag:

Suðlæg átt og skýjað með köflum, hiti 10 til 18 stig.

Á þriðjudag:

Suðaustanátt og skýjað, en léttskýjað N-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á miðvikudag:

Suðaustanátt og rigning, en þurrt NA-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×