Lífið

Arrested Development snýr aftur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsti þátturinn fer í loftið 6.júní.
Fyrsti þátturinn fer í loftið 6.júní.
Gamanþættirnir Arrested Development snúa aftur á Stöð 2 í júní og þeir sextán talsins í þessari fimmtu þáttaröð.

Framleiðendur Arrested Development gáfu út átta þætti á einu bretti og síðan verða næstu átta þættir gefnir út síðar á árinu.

Þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 miðvikudaginn 6. júní og verða sýndir tveir þættir á dag.

Um er að ræða fimmtu þáttaröðina um hina stórskrýtnu en dásamlega fyndnu Bluth-fjölskyldu. Eitt og annað hefur drifið á daga þeirra síðan í síðustu þáttaröð. Lindsey ætlar sér stóra hluti í stjórnmálum og fjölskyldan hyggst styðja við bakið á henni en gerir oft meira ógang en gagn. Óvissa ríkir enn í ástarmálum George Michael og Maeby á alltaf stað í hjarta hans.

Gob og Buster eru samir við sig og eru endalaus uppspretta af kómískum uppákomum og vandræðalegum augnablikum. Tobias heldur áfram að reyna finna sig og foreldrarnir Lucille og George eldri eru enn við sama heygarðshornið. Enn mæðir þó á Michael að halda utan um fjölskylduna enda eru þau varla í tengslum við raunveruleikann og halda áfram að gera honum lífið leitt.

Þess má geta að allir aðalleikarar fyrri þáttaraða koma þar saman á ný, Jason Bateman, Michael Cera, Portia de Ross, Will Arnett, Alia Shawkat, David Cross, Jeffrey Tambor, Jessica Walter og Tony Halei.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×