Lífið

Faðir Meghan segist aldrei hafa beðið dóttur sína um pening

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle.
Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle. vísir/getty
Thomas Markle, faðir hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, kveðst aldrei hafa beðið dóttur sína um pening þar sem hann sé sparsamur og þurfi ekki aukapening.

Frá þessu er greint á vef TMZ en nokkrum vikum fyrir brúðkaup Meghan og Harry Bretaprins fluttu fjölmiðlar fréttir af því að Thomas hefði beðið dóttur sína um peninga að minnsta kosti tvisvar og að hún hefði neitað honum í bæði skiptin.

Thomas segir við TMZ að þessi fréttaflutningur sé algjört bull. Hann segist eiga ágætan lífeyrissjóð og að hann þurfi ekki hjálp frá dóttur sinni þegar kemur að peningum en hann viti að Meghan myndi hjálpa honum ef hún gæti.

Þá segir Thomas jafnframt að peningar hafi aldrei komið til tals hjá honum og dóttur hans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×