Lífið

Sumarspá Siggu Kling – Fiskarnir: Ekki segja of stórar setningar um neinn

Elsku Fiskurinn minn það er svo magnað hvað þú ert viðkvæmur fyrir gagnrýni þrátt fyrir kraft þinn og stíl. Þú tapar þér og getur drukknað í hugsanavitleysu sem þú veist alls ekki hvaðan kemur, þú þarft bara að tengja þig við sjálfið, þína eigin sjálf og standa með þér.is.  Þú verður að athuga að þú getur skilið við ástina, þjóðina og hvað sem er, en þú þarft að vakna og sofna með sjálfum þér.

Svo að segja „ég elska mig“ er mjög mikilvæg setning til þín í gegnum þetta sumar. Ótrúlegustu atburðir eða hlutir muna ganga þér í vil, sérstaklega eitthvað sem hefur gerst undanfarnar vikur eða mun mæta þér við næsta horn.

Það er mjög mikilvægt þú skoðir að þú getur ekki haldið með öllum því fólk í kringum þig mun sjá hvað er satt og hvað er logið, svo segðu ekki of stórar setningar um neinn þennan mánuðinn.  Það fer allt í vitleysu ef þú átt ekki ástmanneskju sem er akkeri og heldur þér í ró, þú átt það til að setja allt þitt líf í ástina þó hún henti þér kannski ekki og þá gætirðu misst vitið. Mundu að þakka fyrir það sem þú hefur og blessa sérstaklega það samband sem gefur þér öryggi, því ef þú leikur þér að tilfinningum annarra og hefur ekki beinan hug að standa þig 1000% í ástinni þá muntu falla og fall þitt verður hátt.

Ég veit þú velur yfirleitt ekki auðveldustu leiðina, en auðveldasta leiðin er heldur oft ekkert spes og allavega ekkert til að tala um, þér hugnast í hjarta þínu oft friðsamleg mótmæli en það er ekki hægt að segja að þú sért einhver Falung Gong. 

Þú átt eftir að fá aðalhlutverkið á þessu leiksviði sem þú ert á, á hverjum degi skaltu muna að klæða þig upp og gera þitt besta því þú veist aldrei hvar það er eða hver það er sem velur þig til að leika aðalhlutverkið. Það hentar þér aldrei skynsamlegt líf því þú ert svo sannarlega goðsögn, en hvaða goðsögn þú ert mun svo sannarlega koma sterkt til þín á næstu mánuðum, gakktu skrefinu lengra en þú þorir, því það er skrefið sem þú þorir sem gerir þig.

Faðmlag til þín, Sigga Kling

Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari, Höskuldur Kári Schram fréttamaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×