Enski boltinn

Pochettino sagður vilja Martial

Dagur Lárusson skrifar
Anthony Martial.
Anthony Martial. vísir/getty
Breski miðillinn The Telegraph greinir frá því að Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vilji ólmur fá Anthony Martial frá Manchester United í sumar.

 

Martial hefur ekki verið fastamaður í byrjunarliði United á leiktíðinni en hann byrjaði t.d. ekki í úrslitaleiknum í gær. Hann var einnig ekki valinn í landsliðshóp Frakka fyrir HM í sumar.

 

Sögusagnir þess efnis að Martial vilji fara frá félaginu hafa verið í gangi frá áramótum og hafa þær sögusagnir orðnar fleirri eftir því sem leið á leiktíðina og eftir það sem Mourinho hefur sagt í viðtölum um þá Martial og Rashford.

 

Mauricio Pochettino vill að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottennham, taki áhættur á leikmannamarkaðnum í sumar og vill því að félagið kaupi Martial að sögn The Telegraph.

 

Martial kom til Manchester United sumarið 2015 en það sumar hafði Tottenham einnig spurst fyrir um leikmanninn.

 


Tengdar fréttir

Tæpir fjörutíu milljarðar skildir eftir heima

Frakkar hafa valið lokahóp sinn fyrir HM en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, tilkynnti sinn 23 manna hóp í gær. Mörg stór nöfn fá ekki að fara með til Rússlands, eins og Anthony Martial og Alexandre Lacazette.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×