Erlent

Leikstjórinn Luc Besson sakaður um nauðgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Luc Besson er einn þekktasti leikstjóri Frakka.
Luc Besson er einn þekktasti leikstjóri Frakka. Vísir/Getty

Franski leikstjórinn Luc Besson hefur verið sakaður um nauðgun. Lögregluyfirvöld í París hafa málið til rannsóknar.



Samkvæmt frétt BBC komu ásakanirnar inn á borð lögreglu á föstudag en um er að ræða leikkonu sem Besson þekkir til. Leikstjórinn þvertekur fyrir ásakanirnar sem sagðar eru „fáránlegar“ í yfirlýsingu frá lögfræðingi hans.



„Hann þekkir til stefnanda og hann hefur aldrei hagað sér á óviðeigandi hátt í hennar garð,“ segir enn fremur í yfirlýsingu.



Besson er 59 ára og er einn þekktasti leikstjóri Frakka. Hann hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Le Grand Bleu, Leon, Subway, The Fifth Element.


Tengdar fréttir

Leikur í mynd Lucs Besson

Scarlett Johansson hefur tekið að sér aðalhlutverkið í hasarmyndinni Lucky í leikstjórn Frakkans Lucs Besson. Hún fjallar um konu sem er neydd til að smygla eiturlyfjum úr landi. Um leið og hún gleypir eiturlyfin öðlast hún ofurkrafta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×