Lífið

Oddvitaáskorunin: Vespuferð endaði á leigubílum

Samúel Karl Ólason skrifar
Margrét Sanders.
Margrét Sanders.
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 



Margrét Sanders leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum.

Margrét Sanders er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018. Margrét er formaður Samtaka verslunar og þjónustu ásamt því að vera eigandi og ráðgjafi Strategíu. Hún var áður framkvæmdastjóri Deloitte í 17 ár. Þrátt fyrir að hafa unnið á Reykjavíkursvæðinu í yfir 20 ár getur hún ekki hugsað sér annað en að búa í Reykjanesbæ, því þar sé gott að vera.

Reykjanesbær er einnig með góða skóla, og öflugur íþrótta- og tónlistarbær. Margrét lagði áherslu á að mikil eining og samkennd einkenni bæjarfélagið. Gríðarlegur kraftur er í fólkinu og því eigi slagorð Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ „Vinnum saman“ vel við, því þannig næst árangur.

Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?

Svæðið kringum Reykjanesvita og leiðin frá Höfnum út að vitanum.

Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag)

Ísafirði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautasteik.

Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda?

Samloka með skinku og ostu, með eggi.

Uppáhalds „guilty pleasure“ lag?

Single Ladies (Put a Ring on it).

Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá?

Vespuferðin mín á Spáni sem endaði með að ég keyrði á nokkra leigubíla og rankaði við mér með kolvitlausa Spánverja yfir mér.

Draumaferðalagið?

Sigling um grísku eyjarnar

Trúir þú á líf eftir dauðann?



Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?

Þegar sonurinn plataði mömmu sína þegar hann kaus í fyrsta skipti:

Alli Kalli: Mamma, ég er búinn að kjósa

Ég: Frábært, til hamingju.

Alli Kalli: Ég setti x við D – auðvitað.

Ég: Gott að heyra.

Alli Kalli: Ég strikaði yfir öll nöfnin hjá Samfylkingunni.

Ég brjáluð: Ég var margbúin að segja að þú gerir ógilt ....&%$#

Mikill hlátur heyrist hinum megin við línuna, var á speaker og Alli Kalli og vinirnir skellihlæjandi.

Alli Kalli: Ég sagði ykkur það.

Hundar eða kettir?

Alvöru hundar.

Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?

Jane Austin bíómyndirnar.

Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd?

Sandra Bullock.

Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?

Úps, veit ekki.

Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni?

Já, of hraður akstur.

Uppáhalds tónlistarmaður?

Verð ég ekki að segja Rúnni Júll og synir þar sem Baldur sonur hans er í öðru sæti hjá okkur.

Uppáhalds bókin?

Galiana, sjálfsævisaga rússneskrar óperusöngkonu sem lýsir eymdinni í Sovétríkjunum á hátindi kommúnismans þar.

Uppáhalds föstudagsdrykkur?

Rauðvínsglas.

Uppáhalds þynnkumatur?

Villa borgari með frönskum.

Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?

Menning.

Hefur þú pissað í sundlaug?

Nei.

Hvaða lag kemur þér í gírinn?

Uptown Funk – Bruno Mars.

Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga?

Þegar aðilar, engin nöfn nefnd, tala sveitarfélag okkar niður.

Á að banna flugelda?

Nei.

Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju?

Aron Einar Gunnarsson, er baráttujaxl.

Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×