Enski boltinn

„Chelsea gæti þurft að selja Hazard“

Dagur Lárusson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. vísir/getty
Fyrrverandi aðstoðarþjálfari Chelsea, Steve Clarke, segir að Chelsea þurfi mögulega að selja Eden Hazard í sumar.

 

Hazard skoraði sigurmarkið í úrslitum FA-Bikarsins í gær þegar liðið bara sigurorð á Manchester United en Clarke telur að félagið gæti þurft að selja hann, bæði vegna þess að hann sjálfur vill fara og til þess að fjármagna kaupa á öðrum leikmönnum.

 

„Það kemur alltaf maður í manns stað. Leikmenn koma og þeir fara, það er virkar þetta, en það mikilvægasta af öllu er félagið sjálft.“

 

„Þeir verða að endurbyggja liðið örlítið vegna þess að það var augljóslega ekki nægilega sterkt til þess að enda í Meistaradeildarsæti. Þeir hafa verk að vinna í sumar.“

 

„Þeir þurfa að kaupa fleiri leikmenn, betri leikmenn og til þess gætu þeir þurft að selja Hazard, til þess að fjármagna kaupa á nýjum leikmönnum.“

 

Hazard á ennþá tvö ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea en hann kom til félagsins árið 2012 frá Lille í Frakklandi.

 


Tengdar fréttir

Chelsea bikarmeistari eftir sigurmark Hazard

Chelsea er enskur bikarmeistari eftir eins marks sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley í dag. Eden Hazard skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×