Innlent

Tveir ferðamenn í lífshættu eftir slys á Þingvallavatni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ferðamennirnir tveir, karl og kona, sem fluttir voru á sjúkrahús eftir slys á Villingavatni við Þingvallavatn eru báðir taldir í lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Sjá einnig: Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni

Í tilkynningu segir að Neyðarlínu hafi borist aðstoðarbeiðni frá hópi erlendra ferðamanna klukkan 11:44 í dag. Þar hafði maður fallið í vatnið og annar, sem talið er að hafi ætlað sér að aðstoða viðkomandi, örmagnast á sundi. Lögreglan á Suðurlandi staðfestir jafnframt við fréttastofu að um sé að ræða karl og konu sem höfðu verið í bát á vatninu.

Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla héldu þegar á vettvang en bátamenn voru þá þegar við leit í Ölfusá vegna manns sem þar féll í ána í nótt.

Mennirnir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík en eins og áður sagði eru þeir báðir taldir í lífshættu. Þá hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um málið að sinni.

Slysið varð við Villingavatn. Mynd er frá vettvangi í dag.MYND/JÓHANN K. JÓHANNSSON
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara ásamt kafarabíl og bát á vettvang að Þingvallavatni, nánar tiltekið að Villingavatni til suðurs, skömmu eftir hádegi í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð. Þá hefur fyrirsögn verið breytt eftir að fyrir lá að um var að ræða ferðamenn, konu og karl.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×