Innlent

Ökumenn ölvaðir og próflausir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nóttin var að mestu leyti róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nóttin var að mestu leyti róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Eyþór
Ölvunar- og fíkniefnaakstur einkenndi verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt en fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um slíkt athæfi.

Klukkan 21:12 var bifreið stöðvuð í Vesturbænum en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann hafði jafnframt aldrei öðlast ökuréttindi.

Skömmu síðar var bifreið stöðvuð á Sæbraut en ökumaður er grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Ökumaðurinn reyndist einnig sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. Sú reyndist einnig raunin í tilfelli ökumanns sem stöðvaður var í austurborginni um 25 mínútum síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Þá voru höfð afskipti af þremur ökumönnum til viðbótar í gærkvöld og í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna.

Að auki hafði lögregla afskipti af þremur einstaklingum, einum í austurborginni, einum í Seljahverfi og einum í Heiðmörk, sem allir eru grunaðir um vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×