Erlent

Paragvæ fylgir fordæmi Bandaríkjanna

Andri Eysteinsson skrifar
Horacio Cartes, forseti Paragvæ, hér með ísraelskum kollega sínum Reuven Rivlin, var viðstaddur opnunina í dag.
Horacio Cartes, forseti Paragvæ, hér með ísraelskum kollega sínum Reuven Rivlin, var viðstaddur opnunina í dag. Vísir/EPA
 

Suður-Ameríkuríkið Paragvæ varð í dag þriðja ríkið til að opna sendiráð sitt í Jerúsalem, þetta kemur fram í frétt Reuters.

Forseti Paragvæ, Horacio Cartes var viðstaddur opnunina ásamt forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, sem lýsti yfir þakklæti ísraelsku þjóðarinnar.

Ákvörðun paragvæskra stjórnvalda hefur farið illa í Palestínumenn sem hafa lýst yfir andúð sinni á ákvörðuninni sem og á ákvörðun Bandaríkjanna og Gvatemala sem fluttu sín sendiráð frá Tel Aviv til Jerúsalem í síðustu viku.

Um flutning bandaríska sendiráðsins var tilkynnt í desember síðastliðnum, samhliða viðurkenningu bandaríkjastjórnar á stöðu Jerúsalem sem höfuðborgar Ísrael og vakti það hörð viðbrögð á heimsvísu.

Talið er að Rúmenía, Tékkland og Hondúras undirbúi nú flutning sendiráða sinna til Jerúsalem.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×