Lífið

Selja gjafapoka úr konunglega brúðkaupinu á uppboðssíðum

Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Pokana hlutu 2.640 alþýðugestir sem fengu boð í brúðkaupið.
Pokana hlutu 2.640 alþýðugestir sem fengu boð í brúðkaupið. Skjáskot/Stöð 2
Áhrifa konunglega brúðkaupsins gætir enn víða en gjafapokar sem gestir fengu við athöfnina hafa margir skilað sér í endursölu á uppboðsvefi eins og eBay. Pokana hlutu 2.640 alþýðugestir sem fengu boð í brúðkaupið. Heldri gestir sem fengu sæti í kirkjunni fengu ekki sambærilega poka en í þeim var vatnsflaska, segull, stór kexkaka, súkkulaðimoli og afsláttarmiði í minjagripaverslun kastalans.

Verðbilið á pokunum er afar breitt þessa stundina á eBay en þó alltaf töluvert umfram raunverulegt verðmæti. Kosta þeir allt frá um 60 þúsund krónum og upp í 6,8 milljónir króna, en ágóði dýrasta pokans á að renna til góðgerðarmála.

Á meðal 2.640 alþýðugestanna voru 200 einstaklingar frá góðgerðasamtökum tengdum brúðhjónunum, 100 nemendur frá skóla á svæðinu og 610 íbúar Windsor. Í frétt á vef the Times kemur fram að á einni uppboðssíðunni sé skrifað:

„Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til þess að eignast hluta af sögu konungsfjölskyldunnar.“


Tengdar fréttir

Auða sætið var ekki handa Díönu

Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×