Fótbolti

Pepe Reina sakaður um tengsl við mafíuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pepe Reina.
Pepe Reina. vísir/getty
Fyrrum markvörður Liverpool, Pepe Reina, þarf að sitja fyrir svörum hjá ítalska knattspyrnusambandinu vegna tengsla hans við mafíuna þar í landi. ESPN greinir frá.

Reina ásamt Paolo Cannavaro og Salvatore Aronica, fyrrum leikmenn Napólí, munu mæta fyrir aganefnd ítalska sambandsins eftir að innanhúss rannsókn hjá Napólí kom upp um tengsli þeirra við mafíuna.

Napólí ákvað að framlengja ekki samning sinn við Reina, en hann rennur út nú í sumar. Talið er að tengsli hans við mafíuna séu helsta ástæða þess. Reina er á leið til AC Milan á frírri sölu samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Reina er sagður halda úti óviðeigandi félagsskap við Gabriele Esposito, Francesco Esposito og Giuseppe Esposito.

Spánverjinn spilaði 284 leiki með Liverpool á átta árum. Hann kom til Napólí árið 2015 og hefur síðan leikið 109 leiki með ítalska félaginu.


Tengdar fréttir

Reina kominn til Napoli

Fékk samningi sínum rift við Þýskalandsmeistara Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×