Lífið

Lilja komst áfram í úrslitin

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
NYX Nordics tilkynntu í dag þau fimm sem komust í úrslitin.
NYX Nordics tilkynntu í dag þau fimm sem komust í úrslitin. Mynd/NYX Nordics
Förðunarfræðingurinn Lilja Þorvarðardóttir er komin í fimm manna úrslit í Nordic Face Awards keppninni. Face Awards er alþjóðleg förðunarkeppni sem NYX Professional Makeup heldur í 42 löndum um allan heim. Keppendur senda inn förðunarmyndbönd og var það netkosning sem skar úr um það hvaða fimm einstaklingar kæmust áfram í úrslitin sem fara fram í næsta mánuði. 

„Ég er náttúrulega bara í skýjunum, samlandar mínir fóru fram úr mínum björtustu vonum og studdu við bakið á mér í gegnum þetta. Ég vildi líka bara enn og aftur þakka fyrir mig og þakka öllum sem hjálpuðu mér að komast áfram ég gæti ekki sýnt hversu þakklát ég er,“ segir Lilja í samtali við Vísi.

Langar að sýna íslenska náttúru

Eins og við höfum fjallað um hér á Vísi er Lilja ákveðin að fara alla leið og vinna keppnina í ár. Nú bíður hún eftir því að þemað fyrir lokamyndbandið sem keppendur þurfa að gera fyrir úrslitakvöldið.  

„Mig langar lúmskt að þemað verði eitthvað náttúrutengt eða goðsagnatengt, þá gæti ég sýnt náttúruna hérna á Íslandi í „helluðu“ myndbandi. Langar líka bara að hvetja alla til að horfa á úrslitakvöldið í beinni á Nordic Face Awards síðunni 5. júní. Þar munu þið sjá mig uppi á sviði og sjá myndbandið frumsýnt í beinni.“

Það er til mikils að vinna en á meðal þess sem sigurvegarinn fær er 10.000 evrur, ferð til Los Angeles á Bandarísku Face Awards lokakeppnina, ársbyrgðir af förðunar vörum frá NYX Professional Makeup og titillinn Beauty Blogger of the Year 2018. Áhugasamir geta fylgst með þáttöku Lilju á Instagram

Hér að neðan má sjá myndbandið sem tryggði Lilju sæti í úrslitunum:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×