Erlent

Menntun Conte véfengd

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Giuseppe Conte er ekki fyrsti forsætisráðherrann sem er með óljósa menntun.
Giuseppe Conte er ekki fyrsti forsætisráðherrann sem er með óljósa menntun. Vísir/Getty
Um leið og Fimm stjörnu hreyfingin og Bandalagið, popúlistaflokkarnir sem náð hafa samkomulagi um ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu, tilkynntu að þeir vildu gera lítt þekkta lögfræðinginn Giuseppe Conte að forsætisráðherra voru stór spurningarmerki sett við menntun Conte.

Conte, sem Sergio Mattarella á eftir að samþykkja að verði forsætisráðherra, segir á ferilskrá sinni að hann hafi stundað lögfræðinám við New York University (NYU) til að dýpka þekkingu sína árin 2008 og 2009. En bæði Corriere della Sera og La Repubblica greindu frá því að engan með þessu nafni væri að finna í skrám háskólans.

Nefnir Conte einnig austurríska International Kultur Institut og hinn breska Cambridge, auk annarra skóla. Reuters greindi frá því að nafn Conte hefði ekki verið að finna í skrám Cambridge og þá sagði The Guardian frá því að austurríski háskólinn væri tungumálaskóli, en Conte sagðist hafa lært lögfræði þar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×