Erlent

Spá verulegum vatnsskorti í Bretlandi

Án vatns er ekkert te. Án tes er ekkert England.
Án vatns er ekkert te. Án tes er ekkert England.
Umhverfismálastofnun Bretlands segir viðbúið að vatnsskortur verði í landinu fyrir árið 2050. Í nýrri skýrslu segir að lekar í vatnslögnum valdi því að gríðarlega mikið ferskvatn fari til spillis, sóunin nemi vatnsnotkun tuttugu milljón manna á dag. Búist er við að fólksfjölgun og loftslagsbreytingar geri illt verra næstu áratugi.

Í sömu skýrslu kemur fram að allt að notkun á allt að þriðjungi vatnsbóla Bretlands sé ekki sjálfbær. Mikilvægt sé að draga úr lekum til að nýting vatnsins sé sem best til lengri tíma. Engu að síður sé ljóst að margar lindir verði að þrotum komnar innan þrjátíu ára og þá verði umtalsverður skortur á ferskvatni, sérstaklega í sunnanverðu Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×