Innlent

Vísindamenn NASA í Háskólanum í Reykjavík

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Dr. Jennifer Heldmann og  dr. Darlene Lim eru vísindamenn hjá NASA en þær halda fyrirlesturinn The Moon and Mars - Human and Robotic Exploration of the Solar System.
Dr. Jennifer Heldmann og dr. Darlene Lim eru vísindamenn hjá NASA en þær halda fyrirlesturinn The Moon and Mars - Human and Robotic Exploration of the Solar System. Vísir/Ernir
Vísindamenn Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, dr. Jennifer Heldmann og  dr.  Darlene Lim, eru komnar til Íslands til að kanna aðstæður til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða. Þær halda fyrirlestur í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 23. maí, klukkan 09:00. 

Fyrirlesturinn hefur yfirskriftina The Moon and Mars - Human and Robotic Exploration of the Solar System. Streymt verður frá fundinum og má fylgjast með útsendingunni í beinni hér að neðan. 

Dr. Jennifer Heldmann og  dr.  Darlene Lim eru vísindamenn hjá NASA Ames rannsóknamiðstöðinni. Þær stunda m.a. rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum hnöttum, í FINESSE verkefninu (Field Investigations to Enable Solar System Science and Exploration). 

 



Dagskrá

8:30:    Morgunkaffi



9:00:    
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi starfsmaður NASA býður gesti velkomna.



9:05:    
Oscar D. Avila, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins kynnir starfsemi Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA.



9:10:    
Dr. Jennifer Heldmann og dr. Linda T. Kobayashi: The Moon and Mars - Human and Robotic Exploration of the Solar System.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×