Enski boltinn

Arsenal staðfesti komu Emery

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Emery er mættur til Lundúna
Emery er mættur til Lundúna vísir/epa
Arsenal hefur nú staðfest að Unai Emery er nýr knattspyrnustjóri félagsins. Tilkynningin er ekki mjög óvænt en Emery var of bráður á sér í gærkvöld og setti inn tilkynningu á heimasíðu sína sem síðan var fjarlægð.

Emery kemur til liðsins frá PSG en hann tilkynnti um það í lok apríl að hann ætlaði ekki að klára samning sinn hjá félaginu þrátt fyrir að ár væri eftir af honum. Hann tekur við starfinu af Arsene Wenger sem var knattspyrnustjóri Arsenal síðustu 22 ár.

Á tveimur árum í París vann Emery alla titla sem hægt er að vinna þar í landi, bikarkeppnina, deildarbikarinn og meistara meistaranna tvisvar en deildina einu sinni.

„Ég er mjög ánægður með að ganga til liðs við eitt af stærstu félögum heims. Arsenal er þekkt út um allan heim og dáð fyrir leikstíl sinni, skuldbindingu gagnvart ungum leikmönnum og frábæran heimavöll,“ sagði Emery við heimasíðu félagsins.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×