Lífið

Ívar breytti grillinu í sjónvarpsskenk: „Scania aðdáandi fram í fingurgóma“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ívar er virkilega sáttur með útkomuna.
Ívar er virkilega sáttur með útkomuna.

„Ég ákvað að gera þetta vegna þess að ég er mikill Scania maður og hef verið frá því ég var krakki,“ segir Ívar Atli Brynjólfsson, 25 ára þjónustufulltrúi hjá Kletti – sölu & þjónustu, en hann ákvað á dögunum að breyta sjónvarpsskenknum á heimilinu í Scania-grill.



Hann starfaði áður sem vörubílstjóri en vinnur í dag við að sækja og skrá nýjar Scaniur.



„Ég er alveg hrikalega ánægður með útkomuna, gæti ekki verið sáttari. Enda er ég Scania aðdáandi fram í fingurgóma.“



Ívar segir að vinur hans Jón Bragi Brynjólfsson eigi mikinn heiður í þessu meistarastykki eins og hann lýsir sjálfur skenknum.



„Verkefnið tók um þrjátíu vinnustundir. Við tókum alla body hluti pússuðum niður og sprautuðum með bílalakki.“



Hér að neðan má sjá myndir af útkomunni.

Virkilega smekkleg útkoma.
Hér er hugað að hverju smáatriði.
Á kvöldin er hægt að lýsa upp stofuna með mismunandi LED lýsingu.
SCANIA merkið fallega lakkað.
Ívar er mikill Scania maður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×