Erlent

Fimm Íranar í viðskiptabann vegna eldflaugaútflutnings

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Írönsku blytingarverðirnir eru ríki innan ríkis í Íran og hafa sterk efnahagsleg og pólitísk ítök.
Írönsku blytingarverðirnir eru ríki innan ríkis í Íran og hafa sterk efnahagsleg og pólitísk ítök.
Bandaríkjastjórn hefur sett fimm íranska ríkisborgara í viðskiptabann vegna tengsla við útflutning á eldflaugatækni. Þeir tilheyra allir írönsku byltingarvörðunum, sem eru hersveitir sem heyra beint undir æðsta klerk og leiðtoga landsins, Ayatollah Khamenei.

Mennirnir eru sagðir hafa átt þátt í að útvega uppreisnarmönnum í Jemen eldflaugar. Þær hafi verið notaðar til að ógna olíulindum í Sádí Arabíu.



Sjálfir hafa Sádar gert þúsundir loftárása á uppreisnarmenn í Jemen síðustu misseri. Árásir Sáda hafa kostað meira en tíu þúsund mannslíf, þar á meðal er fjöldi almennra borgara. Þá hafa meira en hundrað þúsund börn dáið úr fyrirbyggjanlegum sjúkdómum vegna átakanna, að sögn mannréttindasamtaka.


Tengdar fréttir

Íranir ætla ekki endursemja

Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×